Thursday, December 1, 2011

Ræður maður hverjum maður verður ástfangin/n af eða er gerist það bara

 Ræður maður hverjum maður verður ástfangin/n af eða er gerist það bara ? 

Það ræður enginn af hverjum eða hverri maður verður hrifinn af. Þetta eru allt tilfinningar sem búa djúpt inní manni. Samkynhneigð er hinn eðlilegasti hlutur sem virkar alveg eins og gagnkynhneigð að því leiti að ekki er hægt að breyta henni. við getum ekki ráðið hvernig við fæðumst og það er okkar markmið í lífinu að sætta okkur við okkur eins og við erum.Fyrir rúmum 30 árum þótti samkynhneigð ekki eðlilegt á Íslandi og fólk þurfti að lifa undir miklum fordómum fyrir það eitt að bera tilfinningar til eigin kyns. Það ætlar sér enginn að vera hommi eða lesbía. Þetta væri svona svipað að allir ættu að þykja fiskur góður og maður ætti að borða hann sama þótt að maður þyki hann ekki góður.
það eru margir sem gera bara eins og hinir svo þeir séu ekki  kjánalegir. En samkynhneigðir eru ekkert verra fólk en aðrir þau eru bara alveg eins og allir.


Monday, November 28, 2011

Astrid Lindgren

Astrid Lindgren




ASTRID
LINDGREN
Astrid Lindgren er einn þekktasti barnabókahöfundur á heimsvísu sem uppi hefur verið. Hún hefur verið einstaklega afkastamikill rithöfundur og hafa bækur hennar verið þýddar á tugi tungumála og allsstaðar hlotið góðar viðtökur. Sögur hennar búa oft yfir einhverjum ævintýraljóma, eru dularfullar og spennandi allt í senn. Stemningin sem höfundur nær fram í verkum sínum er líkastu töfrum einum sem verður ógleymanleg í hugum lesenda. Enda gleymast sögupersónur hennar ekki svo auðveldlega og þær eldast vel.
         
Muna ekki allir eftir:

    En hver er eiginlega þessi hugmyndaríka kona sem á heiðurinn af öllum þessum eftirminnilegu persónum og hinum ótrúlegu ævintýrum þeirra?
    ÆSKUÁR ASTRIDAR LINDGREN
     Astrid Lindgren er sænsk, fæddist 14. nóvember 1907, á sveitaheimili foreldra sinna rétt utan við litla bæinn Vimmerby í Småland. Faðir hennar hét Samuel August Ericsson og móðir hennar hét Hanna. Astrid átti þrjú systkini og hún segir að tvennt hafi einkum einkennt æskuárin sín – öryggi og frelsi. Systkinin fengu mikinn og frjálsan leiktíma; léku sér og léku ásamt því að aðstoða foreldra sína við bústörfin. Kringum rauða húsið með eplatrjánum höfðu þau mikla og fjölbreytta náttúru að leika sér í. Margt vinnufólk bjó í nágrenninu svo það var ætíð nóg af leikfélögum.
    Þegar Astrid var 13 ára var ein ritgerða hennar birt í bæjarblaðinu; Wimmerby Tidning. Eftir það var henni strítt og hún gjarnan uppnefnd: ,,Selma Lagerlöf Vimmerbæjar". En á skólaárunum sagði fólk oft við hana að hún yrði ábyggilega rithöfundur er hún yrði stór. Þetta varð til þess að hún tók snemma þá ákvörðun að skrifa aldrei bækur þótt hún fyndi innst inni að það gæti verið gaman.

    MÓÐIRIN ASTRID LINDGREN
    Astrid kvaddi æskuheimili sitt 18 ára gömul er hún varð ófrísk af syninum Lars. Það þótti algjör skandall á þessum tíma að ganga með barn án þess að vera í hjónabandi, en Astrid vildi alls ekki giftast barnsföðurnum. Til þess að forðast umtal ákvað hún því að yfirgefa heimaslóðirnar og halda til Stokkhólms þar sem hún fékk vinnu sem ritari. Erfiðleikarnir voru samt rétt að byrja því það var eiginlega gersamlega vonlaust að vera einstæð móðir á þessum tíma. Engin dagheimili og engin dagmamma. Því neyddist Astrid til að láta Lars á fósturheimili og reyndist það henni mjög erfitt. Astrid giftist árið 1931 yfirmanni sínum Sture Lindgren og gat þá tekið son sinn til sín að nýju. Lars var þá 5 ára gamall. Þremur árum síðar eignuðust þau dótturina Karin.
    Astrid var mjög hamingjusöm móðir, gerðist heimavinnandi og lét allt sitt líf snúast algjörlega um börnin. Henni var það mikill heiður að fá að vera mamma. Hún vildi fá að njóta barnanna sem lengst og þau léku og léku, fóru vítt og breitt, í almenningsgarða, á leikvelli og víðar til að leika. Astrid var engin venjuleg móðir sem fylgdist með börnunum að leik, heldur tók hún sjálf mjög virkan þátt í leikjunum og vildi leika sér sjálf.

    HVERNIG ASTRID LINDGREN GERÐIST RITHÖFUNDUR
    En Astrid lék sér ekki bara við börnin sín heldur skáldaði hún upp margar sögur til að segja þeim, rétt eins og faðir hennar hafði gert fyrir hana. Sögurnar voru bæði um hana sjálfa, um fólk fyrr á tímum og bara allt mögulegt sem upp í hugann kom. Þannig urðu margar aðalpersónurnar hennar og sögufígúrur til. Lína Langsokk varð t.d. til eitt sinn er Karin var 7 ára og lá lasin í rúminu. Eins og svo oft áður bað hún móður sína um sögu. ,,Hvaða sögu á ég að segja þér?" spurði Astrid dóttur sína, og ekki stóð á svarinu: ,,Segðu mér frá Línu Langsokk". Hún fann upp á nafninu um leið og hún nefndi það. Astrid þótti nafnið kyndugt og því hlyti súlkan sem bæri það að vera líka kyndug stelpa og skáldaði upp söguna um Línu sem féll vel í kramið. Karin vildi heyra meira og meira og eftir að henni batnaði tók hún upp á því að koma heim með vini sína úr skólanum svo þeir gætu líka heyrt sögurnar um Línu Langsokk. Þremur árum síðar, rétt áður en Karin verður 10 ára, vildi svo illa til að Astrid rennur til í hálku og fótbrotnar svo illa að hún mátti ekki hreyfa sig í 14 daga. Astrid gat samt skrifað og nú datt henni í hug að skrifa allar sögurnar um Línu Langsokk og gefa Karin þær í afmælisgjöf. Hún ákvað einnig að prófa að senda afrit til útgefanda en fékk handritið í hausinn aftur. Á meðan hún beið skrifaði hún stúlknabókina Britt-Mari leysir frá skjóðunni. Það sendi hún í verðlaunasamkeppni, bókaforlagsins Rabén & Sjögren, um bestu stúlknabókina 1944. Bókin hafnaði í öðru sæti. Ári síðar hélt sama bókaforlag keppni um bestu barnabókina og þangað sendi Astrid Línuhandritið með smábreytingum. Nú vann hún fyrstu verðlaun sem engan undrar í dag því bækurnar um Línu hafa verið þýddar á tugi tungumála og börn um allan heim þekkja hana og elska.

    RITHÖFUNDURINN ASTRID LINDGREN
    – HELSTU EINKENNI
    Astrid var orðin 37 ára gömul þegar fyrsta bók hennar var gefin út. Það er því ótrúlegt hversu afkastamikil hún hefur verið og margt gott efni komið út eftir hana og verið þýtt á fjölda tungumála. Það var eins og þegar hún byrjaði loks að skrifa gæti hún ekki stoppað flóðið sem virtist renna endalaust.
    Eitt helsta einkenni Astridar Lingren er hvernig hún samsamar sig börnum í bókum sínum og tekur afstöðu með þeim. Oft gegn fullorðnum. Hún skrifar frá sjónarhóli barnsins og lætur sig lítt varða um fullorðna lesendur sína eða skoðanir þeirra. Hún skrifar um börn fyrir börn. Algengasta þema hennar eru börn, vinátta og fjölskyldan. Persónumynstrið getur verið ýmiskonar fjölskyldur; einstæðir foreldrar, systkin eða vinir. Aðalpersónurnar eru samt alltaf börn. Síðan tekur hún gjarnan fyrir eitt efni í hverri bók og sýnir þá gjarnan fleiri en eina mynd af því. Sögurnar eru oft með dálitlum ævintýrablæ. Persónur eða aðstæður ýkir hún á skringilegan hátt til að undirstrika kímnina og léttleikann sem ávallt er áberandi í bókum hennar. Bækur hennar hafa ævinlega fallið vel í kramið hjá börnum og lífgað og auðgað hugmyndaflug þeirra, þótt fullorðnum hafi oft á tíðum sýnst sitt. Gagnrýni á bækur hennar hafa verið af ýmsum toga; Lína Langsokkur þótti of spillt og alltof sjálfstæð, auk þess sem hún sýndi fullorðna fólkinu ekki virðingu. Emil í Kattholti var alltof óþekkur og uppátektasamur. Bræðurnir Ljónshjarta þótti of óraunveruleg eða alltof sorgleg fyrir börn, þótt hún sé einnig að margra áliti einhver fegursta bók sem til er um ást og dauða. En Astrid lét skoðanir fullorðna; félagsfræðinga, uppeldisfræðinga og annarra, sem vind um eyru þjóta. Svo lengi sem börnin elskuðu bækurnar að þá gladdist hún.
    Astrid Lindgren er eingöngu skáldsagnahöfundur. Seríubækur hennar voru ekki skrifaðar sem slíkar. Heldur skrifaði hún viðbót við þá skáldsögu sem fékk góðar móttökur og vegna þess hversu góðar þær voru eru nú til nokkrar séríur eftir hana og margar þeirra hafa verið gefnar út margsinnis.

    HVAÐAN KOMU HUGMYNDIRNAR AÐ SÖGUNUM?
    Astrid Lindgren sótti efniviðinn í sögur sínar fyrst og fremst úr eigin bernskumhverfi. Fyrstu bækur hennar tengdust því allar hennar eigin æsku á einn eða annan hátt, en síðar fóru að verða til bækur þar sem hún hafði kynnst eða stundum aðeins séð persónu sem hún gat sett inn í ,,ímyndaðan" myndheim. Myndheiminum breytti hún síðan og betrumbætti eftir þörfum hverju sinni þar til úr varð heilsteypt saga. Það voru því ýmist persónur úr hverfinu, gamlir skólafélagar eða nánast hver sem er sem gat gefið henni hugmynd að heilli skáldsögu. Hún safnaði stundum punktum og brotum í langan tíma sem hún síðan púslaði saman þar til allt small í heilsteypt verk eins og hún vildi.

    HVERJU ÞAKKAR ASTRID LINDGREN VINSÆLDIR SÍNAR OG HVAR ER HÚN Í DAG?
    Sé Astrid spurð að því hvað olli því að hún varð einn þekktasti og elskaðasti barnabókahöfndur heims svarar hún því til að hún trúi að það sé vegna þess hversu lífsglaða og góða æsku hún hafi átt. Vegna þess hve kærleiksrík æskan var og alls hins góða og heilbrigða leiks sem hún naut bæði með systkinum og vinum og síðan með eigin börnum.
    Astrid Lindgren er orðin 92 ára gömul, löngu hætt öllum skriftum og að mestu hætt að koma fram opinberlega. Hún hefur hlotið margar viðurkenningar í gegnum tíðina, en til marks um þá virðingu sem landar hennar Svíar bera fyrir henni, var að þeir kusu hana mann aldarinnar í upphafi þessa árs.
    Er Astrid Lindgren varð níræð, 1997, fékk hún spurningu þess eðlis hvort henni hefði ekkert sárnað að hafa ekki hlotið Nóbelsverðlaunin eins og margir höfðu lagt til. Svar hennar var á þá leið að svo væri nú ekki, hún gæti bara ,,dáið af svo miklum heiðri…" En dauðann óttist hún ekki, heldur sé hún mun hræddari við lífið.


    Astrid Lindgren er svo vinsæl í heimalandi sínu að það hefur verið gefið út frímerki með mynd af henni. Ef þú skoðar smáa letrið til hliða við myndina að þá má greina þar nöfn fjögurra sögupersóna hennar; Ronja Ræningjadóttir, Lína Langsokkur, Emil í Kattholti og Kalli á þakinu.

    HELSTU BÆKUR ASTRIDAR LINDGREN SEM ÞÝDDAR HAFA VERIÐ Á ÍSLENSKU*:
    Á Saltkráku
    * Ath. Listinn er ekki tæmandi. Auk þess hafa verið skrifaðar sjálfstæðar framhaldssögur við margar bókanna.

    KVIKMYNDIR, LEIKRIT OG FLEIRA BYGGT Á VERKUM ASTRIDAR LINDGREN
    Vegna vinsælda hafa margar af bókum Astridar Lindgren vakið áhuga fólks til kvikmyndagerðar, en unnið hefur verið upp úr verkum hennar og gefnar út kvikmyndir í fullri lengd, ýmist í formi teikni- og/eða leikinnar myndar. Mörg verka hennar hafa einnig verið sett upp í leikritaformi og aðspurð segist Astrid ávallt lesa handritin yfir, auk þess sem hún reyni að sjá sýningarnar komi hún því við, og vísar þá aðallega í sænsku uppsetningarnar. Þess má geta að hérlendis hafa nokkur verka hennar verið sett upp á svið undanfarin ár við gífurlegar vinsældir áhorfenda. Auk þessa hefur kvikmyndað efni verið gefið út á fjölfölduðum myndböndum fyrir hinn almenna markað og hin grípandi tónlist úr verkunum hefur lifað áfram góðu lífi í gegnum tíðina á útgefnum geisladiskum og/eða hljóðbókum-snældum.

    (Vi på Saltkrakan)
    Bróðir minn Ljónshjarta (Bröderna Lejonhjarta)
    Börnin í Ólátagarði (Alla vi barn i Bullerbyn)
    Börnin í Skarkalagötu (Barnen på Bråkmakargatan)
    Drekinn með rauðu augun (Draken med de röda ögonen)
    Elsku Míó minn (Mio, min Mio)
    Emil í Kattholti (Emil i Lönneberga)
    Ég vil ekki fara að hátta (Jag vill inte gå og lägga mig!)
    Ég vil líka eignast systkin (Jag vill också ha ett syskon)
    Ég vil líka fara í skóla (Jag vill också gå i skolan)
    Kalli á þakinu (Karlsson på taket)
    Karl Blómkvist og Rasmus (Kalle Blomkvist och Rasmus)
    Kata (Kati)
    Lína Langsokkur (Pippi Långsrtump)
    Lotta (Lotta)
    Madditt (Madicken)
    Ronja Ræningjadóttir (Ronja rövardotter)
     
  • Emil í Kattholti? Þeim óþekktar og óknyttastrák sem aldrei skortir hugmyndir í ný prakkarastrik.
  • Línu Langsokk? Rauðhærðu stelpunni með flétturnar útí loftið sem býr foreldrarlaus á Sjónarhóli ásamt hesti sínum og apanum Níels.
  • Ronju Ræningjadóttur, Börnunum í Ólátagarði, Krökkunum á Saltkráku eða öllum hinum???
  • Wednesday, November 23, 2011

    Davíð Stefánsson


    Davíð Stefánsson fæddist að Fagraskógi við Eyjafjörð í janúar 1895. Fyrsta bók hans, ,Svartar Fjaðrir´, kom út árið 1919. Hún vakti mikla hrifningu og varð Davíð landsþekktur. Samtals hafa komið út tíu ljóðabækur eftir Davíð,
    ,Síðustu Ljóð´ komu út að honum látnum árið 1966. Þá hafa verið gefin út fjögur leikrit eftir hann.
    Haustið 1944 fluttist Davíð í húsið nr. 6 við Bjarkarstíg á Akureyri, sem hann lét reisa og þar bjó hann til dauðadags, í tæplega tuttugu ár.
    Húsið er óbreytt og bækur hans og aðrir munir óhreyfðir frá þeim tíma er hann skildi við heimili sitt í hinsta sinn. Davíð Stefánsson andaðist á Akureyri í mars 1964
    .

    bækur eftir Davíð Stefánsson

    1919 Svartar fjaðrir
    1922 Kvæði
    1924 Kveðjur
    1925 Munkarnir á Möðruvöllum
    1929 Ný kvæði
    1930 Kvæðasafn I-II
    1933 Í byggðum
    1936 Að norðan
    1940-41 Sólon Íslandus I-II
    1941 Gullna hliðið
    1943 Kvæðasafn I-III
    1944 Vopn guðanna
    1947 Ný kvæðabók
    1952 Heildarútgáfa, 4 bindi
    1954 Ávarp Fjallkonunnar
    1956 Landið gleymda
    1956 Ljóð frá liðnu sumri
    1963 Mælt mál
    1966 Síðustu ljóð (að Davíð látnum)
    1994 Ljóðasafn I - IV


    ég fann þessar upplæysingar á þessari síðu Davíð






    Wednesday, November 16, 2011

    Kínverskar soðbökur

    uppskrift af kínverskum soðbökum :
    300.000.000 matskeiðar af feiti 
    1.500.000.000 bollar af hveiti 
    2.000.000.000 teskeiðar af natróni 
    750.000.000 teskeiðar af salti 
    750.000.000 bollar af mjólk 
    Blandið feitinni við hveitið, natrónið og saltið þar til deigið myndar fína mylsnu. Hrærið mjólkinni saman við. Látið deigið drjúpa úr matskeið niður á heitt kjöt eða grænmeti í sjóðandi heitri kássu (látið ekki drjúpa beint í vökvann). Sjóðið á opinni pönnu í tíu mínútur. Setjið lokið á og sjóðið í 10 mínútur í viðbót. Úr þessu ættuð þið að fá 800.000.000 til 1.000.000.000 soðbökur

    ég deildi henni með 400000000 og þá verður hún :

    0.75 matskeiðar af feiti
    3,75 bollar af hveiti
    5 teskeiðar af natróni
    1,75 teskeiðar af salti
    1.75 bollar af mjólk

    úr þessu ættuð þið að fá 10 - 15 soðbökur




                                                               mynd af soðbökum sem ég bakaði


    Ragnar Þór Péturssun (mynd)


            Hér er mynd sem táknar hugrekki












        mynd af fallturninum, ég náði ekki mynd af honum öllum, þetta er bara efst uppi

    Wednesday, November 2, 2011

    Hildur Lilliendahl : Afi


                                           Birta og Henrik (systkini mín) að púsla

    Thursday, October 20, 2011

    Guy de Maupassant


                                        
                                     Guy de Maupassant

    Guy de Maupassant
    smásagnahöfundum, sem uppi hafa verið, og eru sögur hans lesnar og dáðar
    af fjölda manna um heim allan.
    Á sínum yngri árum kynntist Maupassant ýmsum frægum rithöfundum,
    og ræddust þeir við um skáldskap og lásu upp úr ritum sínum. Meðal þessara
    manna var Turgenjev, Alphonse Daudet og Zola. Menn þessir höfðu
    áhrif á Maupassant og fór hann að leggja fyrir sig ritstörf. Fyrsta bókin,
    sem kom út eftir hann, var kvæðabók, og var hún gerð upptæk. Þá er sagt,
    að Flaubert hafi óskað honum til hamingju, en fyrsta bók hans, Madame
    Bovary, hlaut sömu örlög.
    Með kvæðabókinni vakti Maupassant athygli á sér, og varð hann brátt
    kunnur rithöfundur. Gerðist hann mikilvirkur og skrifaði hverja bókina
    af annarri.
    Margar af sögum Maupassant hafa birst á íslensku



    hér er textin áður en ég breyti honum


     er jæddur l París 1850. Hann er einn aj snjöllustu
    Guy de Maupassant
    smásagnahöfundum, sem uppi hafa verið, og eru sö'gur hans lesnar og dáSar
    af fjólda manna um heim allan.
    Á sínum yngri árum kynntist Maupassant ýmsum froegum rithófundum,
    og roeddust þeir viS um skáldskap og lásu upp úr ritum sínum. MeSal þessara
    manna var Turgenjev, Alphonse Daudet og Zola. Menn þessir höfSu
    áhrif á Maupassant og fór hann aS leggja fyrir sig ritstörf. Fyrsta bókin,
    sem kom út eftir hann, var kvoeSabók, og var hún gerS upptæk. Þá er sagt,
    aS Flaubert hafi óskaS honum til hamingju, en fyrsta bók hans, Madame
    Bovary, hlaut sömu örlög.
    MeS kvoeSabókinni vakti Maupassant athygli á sér, og varS hann brátt
    kunnur rithófundur. GerSist hann mikilvirkur og skrifaSi hverja bókina
    af annarri.
    Margar af sögum Maupassant hafa birzt á íslenzku

    Thursday, October 13, 2011

    verkefni vaka , hæka  ljóðið þarf ekki að ríma. menn ortu um náttúruna.

        Vaka   

     eldur er heitur
    rauðhólar eru rauðir
    rauðavatn er rautt
    blómin eru stundum bleik
    eldfjöll eru heit og rauð

    höfundur Freyja L