Byrjuninn í Hungurleikunum
Peta hristi hausin þegar Katniss hugsaði hvort hún ætti að ná í bogann og þar af leiðandi truflaði hann hana þegar það var slegið á málmskjöldinn sem gaf til kynna að þau ættu að fara af stað. Hún náði í appelsínugulan bakpoka sem lá á jörðinni 20 metra í burtu frá henni svo lagði hún af stað út í skóginn á fleygi ferð. Þegar Katniss var kominn ágætlega langt inn í skóginn kíkti hún ofan í bakpokann til að vita hvort það væri vatn ofan í honum af því að hún var orðin svo æilega þyrst en ofan í pokanum var ekkert vatn aðeins svefnpoki, kexpakki, bakki með þurkuðu nautakjöti og tóm vatnsflaska. Katniss var ánægð þrátt fyrir að það hafi ekki verið vatn af því að hún vissi að það væri stöðuvatn nálægt byrjunarreytinum, en var það eina vatnið? Allt í einu sá hún gullbogann, voru þetta ofsjónir? hún fór að honum og þurrkaði drulluna af honum, hún hugsaði '' blaut mold, það þýðir að það er vatn nálægt. Hún slefti boganum og fór að leita af vatni svo sá hún það, það var vatn þarna. Hún fylti flöskuna og setti jurt ofan í vatnið til að hreinsa það, eftir hálftíma var það tilbúið. Hún þambaði allt vatnið úr flöskuni, hvern einasta dropa og fyllti flöskuna strax aftur. Núna var hún ekki svona veikburða og ætlaði að ná í bogann en þegar hún fór þangað sá hún að það var búið að færa bogann. Katniss var ekki það heimsk að falla í svona gildru, hún leitaði út um allt til að sjá hvort að þetta væri gildra en hún fann ekkert sem bennti á það að þetta væri gildra. Hún fór ofur varlega að sækja bogann en þegar hún tók í bogann hentist hún uppí loftið, skallaði trjágrein og rotaðist. þegar hún vaknaði tók hún hnífinn og byrjaði að skera sig úr netinu. Hún heyrði trjágreinar brotna og vissi að eitthver væri að koma, hún flýtti sér að skera netið. Þegar hún var búin að gera gat á netið tók hún bakpokann og bogann og klifraði á milli trjána lengra inn í skóginn.