Friday, May 4, 2012

Lokavikuverkefni



Við vildum prófa eitthvað nýtt. Við fórum út í skóg að taka myndir.



















Ljósmyndarar: Karen og Freyja

Friday, April 27, 2012

Hungurleikaljóð

Katniss rauk í því,
og náði í gula tösku.
Hélt svo skóginn í,
að finna vatn í flösku.




Thursday, April 26, 2012

Náttúran


           Við Bugðu

Vatnið flýtur niður eftir ánni, þar sem fiskarnir bíða eftir veiðum. Kötturinn Betty Sólskín hleypur með fram ánni í leit að fisk, en þar sem fiskurinn er fljótari að fleygja sér inn í þarann finnur Betty hann ekki. Skrautlega sólarlagið speglar náttúruna í kristaltæra vatninu, þar sem börn eru á leik. Vindurinn leikur við lóuna sem kemur með sumarið, í takt við tímann. Vindurinn þýtur í gegnum ófagragrasið sem verður mikið grænna og fallegra með sumrinu.
                                                                                            Myndatakari: Two horned unicorn                  
                                                                                                                           Myndatakakari:  m.jona  





Karen og Freyja

Friday, April 20, 2012

Hungurleikarnir

  Byrjuninn í Hungurleikunum

Peta hristi hausin þegar Katniss hugsaði hvort hún ætti að ná í bogann og þar af leiðandi truflaði hann hana þegar það var slegið á málmskjöldinn sem gaf til kynna að þau ættu að fara af stað. Hún náði í appelsínugulan bakpoka sem lá á jörðinni 20 metra í burtu frá henni svo lagði hún af stað út í skóginn á fleygi ferð. Þegar Katniss var kominn ágætlega langt inn í skóginn kíkti hún ofan í bakpokann til að vita hvort það væri vatn ofan í honum af því að hún var orðin svo æilega þyrst en ofan í pokanum var ekkert vatn aðeins svefnpoki, kexpakki, bakki með þurkuðu nautakjöti og tóm vatnsflaska. Katniss var ánægð þrátt fyrir að það hafi ekki verið vatn af því að hún vissi að það væri stöðuvatn nálægt byrjunarreytinum, en var það eina vatnið? Allt í einu sá hún gullbogann, voru þetta ofsjónir? hún fór að honum og þurrkaði drulluna af honum, hún hugsaði '' blaut mold, það þýðir að það er vatn nálægt. Hún slefti boganum og fór að leita af vatni svo sá hún það, það var vatn þarna. Hún fylti flöskuna og setti jurt ofan í vatnið til að hreinsa það, eftir hálftíma var það tilbúið. Hún þambaði allt vatnið úr flöskuni, hvern einasta dropa og fyllti flöskuna strax aftur. Núna var hún ekki svona veikburða og ætlaði að ná í bogann en þegar hún fór þangað sá hún að það var búið að færa bogann. Katniss var ekki það heimsk að falla í svona gildru, hún leitaði út um allt til að sjá hvort að þetta væri gildra en hún fann ekkert sem bennti á það að þetta væri gildra. Hún fór ofur varlega að sækja bogann en þegar hún tók í bogann hentist hún uppí loftið, skallaði trjágrein og rotaðist. þegar hún vaknaði tók hún hnífinn og byrjaði að skera sig úr netinu. Hún heyrði trjágreinar brotna og vissi að eitthver væri að koma, hún flýtti sér að skera netið. Þegar hún var búin að gera gat á netið tók hún bakpokann og bogann og klifraði á milli trjána lengra inn í skóginn.









Wednesday, April 18, 2012

Pæling um Katniss Everdeen og Peeta

Berðu saman afstöðu Katniss og Peeta til Kapítól. Katniss reynir oft að fela allar tilfinningar fyrir almenningi eða myndavélum. Peeta er duglegri að setja á svið áhuga eða ánægju en segir samt á einum stað: „Ég vil deyja sem ég sjálfur...Ég vil ekki láta breyta mér þarna inni. Breyta mér í eitthvað skrímsli sem ég er ekki?“

1.Hvað er það sem þau óttast að glata?    ég held að þau óttist við að verða snar óð og að þau gætu ekki hætt að drepa eftir hungurleikana.

2.Hvað er það sem þau reyna að halda í? peeta reynir að vera glaður til að fá styrktaraðila og Katniss vil ekki sýnast vera of veikburða.

3.Hvort samsamar þú þér heldur við? ég myndi ekki fela allar tilfiningar en ég væri ekki alltaf brosandi, ég væri mitt á milli.
                                                                                                      

Friday, March 23, 2012

Tónlistarmyndband

Katniss Everdeen

Katniss Everdeen er 16 ára hugrökk stelpa sem býr í panem í 12. umdæmi.
Hún er með brúnt hár og blá augu.
Katniss á systir sem heitir prim og mömmu (nafnið er ekki sagt).
Síðan pabbi hennar dó hefur hún séð um mömmu sína og prim. Besti vinur hennar er Gale og hann er 18 ára.
Katniss og Gale kyntust þegar þau voru bæði úti í skógi að veiða mat fyrir fjölskyldur sínar.
Gale missti pabba sinn í sömu sprengju og pabbi katniss dó í.

Þegar hungurleikarnir eru er dregið út eina stelpu og einn strák á aldrinum 12-18 ára úr öllum umdæmunum til að berjast til dauða.
Katniss skráir sig fyrir tessera þá fara aukamiðar með nafninu hennar í potinn og þau fá mat í staðinn en hún bannaði prim að fá tessera. Þegar prim var dreginn út úr kúlunni í hungurleikunum gefur katniss sig fram og berst í stað hennar.